Fótbolti

Dos Santos bræðurnir: Litli bróðir talaði stóra bróðir til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovani Dos Santos í leiknum á móti Englandi á dögunum.
Giovani Dos Santos í leiknum á móti Englandi á dögunum. Mynd/AP
Það hefur verið mikil dramatík í Mexíkó eftir val landsliðsþjálfarans Javier Aguirre á HM-hópnum sem fer til Suður-Afríku og þá ekki síst í Dos Santos fjölskyldunni þar sem aðeins annar bróðurinn var valinn.

Eldri bróðirinn Giovani Dos Santos tók því mjög illa að sá yngri, Jonathan Dos Santos, fékk ekki að fara með og hann var að hugsa um að draga sig út úr hópnum. Faðir þeirra pilta var alveg brjálaður og kom fram í fjölmiðlum og sagði að sonur sinn myndi aldrei spila aftur fyrir landsliðið.

„Já ég náði að sannfæra hann um að vera áfram í liðinu. Hann var mjög leiður yfir þessu því við höfðum talað um að spila saman á HM. Þetta var mikið áfall fyrir okkur báða. Ég bað hann engu að síður um að vera áfram í hópnum svo að hann léti ekki allt erfiðið fara til spillis," sagði Jonathan Dos Santos við Daily Sport, aðalíþróttablaðið í Barcelona.

Jonathan Dos Santos er ári yngri en Giovani og er leikmaður Barcelona. Hann spilaði þrjá leiki með Barca á síðasta tímabili en var ekki valinn í HM-hópinn þar sem að hann þótti ekki vera í næginlega góðu formi.

Hin 21 árs gamli Giovani Dos Santos er leikmaður Tottenham en var lánaður til Galatasaray á þessu tímabili. Hann er ein af aðalstjörnum landsliðsins og var valinn besti maður mótsins þegar Mexíkó vann Miðameríku-keppnina í fyrra. Giovani Dos Santos hefur sðpilað 25 landsleiki og skoraði í þeim 5 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×