Erlent

Nýr iPad lítur dagsins ljós

Steve Jobs, Forstjóri Apple svipti hulunni af nýrri tölvu og netbókaverslun í San Fransisco í gær. Fréttablaðið/Ap
Steve Jobs, Forstjóri Apple svipti hulunni af nýrri tölvu og netbókaverslun í San Fransisco í gær. Fréttablaðið/Ap

Steve Jobs, forstjóri tæknifyrirtækisins Apple, svipti hulunni af nýrri tölvu á tækniráðstefnu í San Fransisco í Bandaríkjunum í gær ásamt því að kynna netbókaverslunina iBooks.

Tölvan nefnist iPad og kemur á markað eftir um tvo mánuði. Hún er 24 sentimetrar á hæð, nítján sentimetrar á breiddina, aðeins 1,3 sentimetra þykk og vegur rétt tæp sjö hundruð grömm.

iPad-tölvan er með snertiskjá en við hana má tengja lyklaborð. Tengja má tölvuna við staðarnet (Wi-Fi), vafra um á netinu og gera flest það sem mögulegt er með hefðbundnum tölvum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×