Enski boltinn

David Silva kominn til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Silva í leik með spænska landsliðinu á HM.
David Silva í leik með spænska landsliðinu á HM. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City tilkynnti í morgun að David Silva hefði gert fimm ára samning við félagið en hann var keyptur frá Valencia fyrir 27 milljónir punda.

„Það var tími til kominn fyrir mig að finna mér nýja áskorun og ég er himinlifandi að fá að spila með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni," sagði Silva í morgun.

„Ég tel að deildin sé ein sú besta í heimi og ég vil hjálpa City að vinna titla á næstu árum. Ég vildi alltaf koma til City og ég hlakka til framtíðar minnar hjá félaginu."

Silva er nú staddur í Suður-Afríku þar sem hann leikur með spænska landsliðinu. Spánn mætir næst Paragvæ í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Valencia hefur nú misst tvo sterka leikmenn á skömmum tíma því fyrr í mánuðinum gekk David Villa til liðs við Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×