Unnur flytur til Sjanghæ 9. janúar 2010 07:00 Unnur Birna söðlar um í mars og sér um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimsýningunni í Sjanghæ sem hefst í maí á þessu ári. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjanghæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október. „Ég er ráðinn inní þetta sérverkefni utanríkisráðuneytisins af Saga Film sem hefur yfirumsjón með íslenska skálanum,“ segir Unnur sem tekur sér því námsleyfi frá mastersnáminu í lögfræði. „Ég kláraði haustönnina og tek mér síðan frí en stefni hiklaust á skólann aftur þegar ég kem heim aftur.“ Unnur er með b.a-próf í lögfræði og hefur aflað sér dýrmætrar reynslu á sviði utanríkisþjónustu því hún vann meðal annars á lögfræðisviði varnamálastofnunnar samfara náminu í HR. Að sögn Unnar mun sú reynsla nýtast henni vel því hið opinbera í Kína hefur orð á sér fyrir að vera mjög flókið og menn sem eru algjörlega blautir á bakvið eyrun gætu lent í margvíslegum erfiðleikum í samskiptum sínum við skriffinskuveldið. Ekki skemmir heldur fyrir að Unnur dvaldist töluvert í Kína eftir að hún var krýnd fegursta kona heims árið 2005 þegar keppin var haldin þar. „Landið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér en ég bý að reynslunni frá þessum tíma þar sem ég kynntist meðal annars kínverskum fjölmiðlum og hvernig þeir hugsa. Svo hef ég líka ágætis reynslu af því að vera í fjölmiðlum þannig að ég hef fengið smjörþefinn af því hvað selur,“ segir Unnur. Starfið sjálft er líka fremur ólíkt því sem Unnur hefur hingað til fengist við á opinberum vettvangi. Og hún viðurkennir að það sé bæði smá spenna og kvíði sem bærist um innra með henni. „Ég er náttúrlega að flytjast búferlum þótt það verði kannski ein eða tvær ferðir heim til Íslands í sumar. En þetta er krefjandi verkefni og ég hef alltaf verið hrifin af slíkum áskorunum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjanghæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október. „Ég er ráðinn inní þetta sérverkefni utanríkisráðuneytisins af Saga Film sem hefur yfirumsjón með íslenska skálanum,“ segir Unnur sem tekur sér því námsleyfi frá mastersnáminu í lögfræði. „Ég kláraði haustönnina og tek mér síðan frí en stefni hiklaust á skólann aftur þegar ég kem heim aftur.“ Unnur er með b.a-próf í lögfræði og hefur aflað sér dýrmætrar reynslu á sviði utanríkisþjónustu því hún vann meðal annars á lögfræðisviði varnamálastofnunnar samfara náminu í HR. Að sögn Unnar mun sú reynsla nýtast henni vel því hið opinbera í Kína hefur orð á sér fyrir að vera mjög flókið og menn sem eru algjörlega blautir á bakvið eyrun gætu lent í margvíslegum erfiðleikum í samskiptum sínum við skriffinskuveldið. Ekki skemmir heldur fyrir að Unnur dvaldist töluvert í Kína eftir að hún var krýnd fegursta kona heims árið 2005 þegar keppin var haldin þar. „Landið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér en ég bý að reynslunni frá þessum tíma þar sem ég kynntist meðal annars kínverskum fjölmiðlum og hvernig þeir hugsa. Svo hef ég líka ágætis reynslu af því að vera í fjölmiðlum þannig að ég hef fengið smjörþefinn af því hvað selur,“ segir Unnur. Starfið sjálft er líka fremur ólíkt því sem Unnur hefur hingað til fengist við á opinberum vettvangi. Og hún viðurkennir að það sé bæði smá spenna og kvíði sem bærist um innra með henni. „Ég er náttúrlega að flytjast búferlum þótt það verði kannski ein eða tvær ferðir heim til Íslands í sumar. En þetta er krefjandi verkefni og ég hef alltaf verið hrifin af slíkum áskorunum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira