Íslenski boltinn

Valur samdi við danskan bakvörð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedersen mun leika gegn aðeins óþekktari leikmönnum en Rooney næsta sumar.
Pedersen mun leika gegn aðeins óþekktari leikmönnum en Rooney næsta sumar.

Valur fékk í dag danska bakvörðinn Martin Pedersen að láni út næsta sumar. Valsmenn telja sig vera að fá geysisterkan leikmann enda hefur hann verið að leika í dönsku úrvalsdeildinni sem og með yngri landsliðum Danmerkur.

Þetta er 26 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur meðal annars leikið með Álaborg í Meistaradeildinni gegn Man Utd og Celtic.

Álaborg gerði sér meðal annars lítið fyrir og náði jafntefli á Old Trafford á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×