Innlent

Allt í lás hjá læknum

Fátt bendir til annars en að neyðarástand skapist á Landspítalanum á morgun þegar sextíu læknar ætla að leggja niður störf vegna deilna um vinnutíma.

Deilur Félags almennra lækna, áður unglækna, við yfirstjórn Landspítalans hafa staðið frá því í byrjun ársins þegar Landspítalinn tilkynnti læknunum um breytingar á vaktafyrirkomulagi að þeim forspurðum og var þeim gefinn kostur á að koma andmælum sínum á framfæri. Meirihluti læknanna skilaði andmælum með þeim svörum að túlka yrði breytinguna sem uppsögn á gildandi ráðningarsamningum.

Um er að ræða alla aðstoðarlækna og alla deildarlækna á spítölunum í Fossvogi og við Hringbraut. Að sögn verða einhverjar viðræður við stjórn spítalans í kvöld, en ef þær bera ekki árangur fella læknarnir niður störf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×