Fótbolti

Thomas Müller ætlar að spila í treyju númer 13 eins og Gerd Müller

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Müller.
Thomas Müller. Mynd/AP
Þjóðverjinn Thomas Müller ber ekki bara eftirnafn mesta markaskorara þjóðarinnar og spilar með sama liði (Bayern München) heldur ætlar hann að bera sama númer á HM í Suður-Afríku og Gerd Müller skoraði 14 mörk í 13 leikjum á HM 1970 og 1974.

Michael Ballack hefur spilað í treyju númer þrettán í undanförnum stórmótum Þjóðverja en hann missir af HM vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik Chelsea á tímabilinu.

Thomas Müller verður 21 árs gamall í september en hann átti flott tímabil með Bayern München sem vann tvöfalt í Þýskalandi. Müller skoraði 19 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af var hann með 13 mörk og 11 stoðsendingar í 34 deildarleikjum.

Thomas Müller hefur aðeins spilað einn landsleik fyrir Þjóðverja en Gerd Müller var 24 ára gamall og búinn að leik 19 landsleiki og skora 17 landsliðsmörk þegar hann mætti í fyrsta leik á HM í Mexíkó 1970.

Gerd Müller skoraði alls 68 mörk í 62 landsleikjum og tryggði Vestur-Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn í sínum síðasta landsleik sem var úrslitaleikurinn á HM 1974.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×