Fótbolti

Vellirnir 10 á HM - Allt að verða tilbúið fyrir veisluna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einn af völlunum sem spilað verður á.
Einn af völlunum sem spilað verður á.

Spilað er á tíu völlum á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst eftir 98 daga í Suður-Afríku.

Sepp Blatter, forseti FIFA, er búinn að skoða alla vellina en þó þeir séu ekki alveg tilbúnir í slaginn er allt á lokastigi.

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að kynna þér vellina tíu í Suður-Afríku.

Áhorfendur: 66.005 - Stórglæsilegur nýbyggður völlur í mögnuðu umhverfi. Er nánast tilbúinn en eftir á að lagfæra samgöngur að honum. Annar undanúrslitaleikurinn spilaður á þessum velli.
Áhorfendur: 61.619 - Frægur ruðningsvöllur en honum hefur verið breytt lítillega og sætum fjölgað. Ekki fallegasti leikvangur mótsins en mjög stórt mannvirki.
Áhorfendur: 45.058 - Bloemfontein er aðsetur dómsvaldsins í Suður-Afríku og þar má einnig finna þennan leikvang. Hann hefur verið stækkaður talsvert og er margrómaður fyrir hve auðvelt er að skapa góða stemningu á honum.
Áhorfendur: 49.365 - Einn elsti leikvangur Suður-Afríku en hann hefur verið notaður undir stórviðburði í íþróttum síðan 1903. Myndi seint vinna til verðlauna fyrir arkitektúr en hefur verið lagfærður mjög reglulega.
Áhorfendur: 43.589 - Nýbyggður leikvangur en enn á eftir að leggja gras á hann eins og myndin sýnir glögglega. Stúkurnar minna á zebra-hest.
Áhorfendur: 69.957 - Frábær leikvangur en sætin á honum eiga að tákna sjóinn og sólarupprásina. Kennileyti vallarins er brúin yfir hann sem er opin fyrir göngugarpa og teygjustökkvara.
Áhorfendur: 46.082 - Glæsilegur völlur sem er staðsettur rétt við læk. Með þak eins og sólblóm, hannað til að verjast vindum. Enn á eftir að lagfæra samgöngur að honum.
Áhorfendur: 45.264 - Arkitektinn hannaði þennan leikvang eftir hinum frægu baobab trjám. Sætin í stúkunni mynda fjöll og sól. Reyndar er ekkert vitað hvað hægt er að nota þennan leikvang undir eftir HM en það er seinni tíma vandamál.
Áhorfendur: 44.530 - Fyrsti leikur Englands fer fram á þessum litríka velli. Stór hlaupabrautin á væntanlega ekki eftir að vekja lukku ensku stuðningsmannana.
Áhorfendur: 88.460 - Heimamenn þurfa svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir þetta geimskip þar sem opnunarleikur og úrslitaleikur mótsins fara fram. Leikvangurinn sjálfur er tilbúinn en það á eftir að snyrta umhverfi hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×