Enski boltinn

Coppell að taka við Bristol City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Coppell, stjóri Reading.
Steve Coppell, stjóri Reading. Nordic Photos / Getty Images

Talið er að Bristol City muni tilkynna á morgun að Steve Coppell muni taka við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun en félagið hefur verið án knattspyrnustjóra síðan að Gary Johnson var rekinn í síðasta mánuði eftir fimm ára starf.

Bristol City leikur í ensku B-deildinni og er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar.

Coppell hefur áður komist upp í efstu deild með bæði Crystal Palace og Reading en hann hætti hjá síðarnefnda félaginu síðastliðið vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×