Enski boltinn

Torres ekki meira með á tímabilinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres í eldlínunni.
Fernando Torres í eldlínunni.

Ljóst er að Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné. Hann mun því ekki leika meira með liðinu á tímabilinu.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem mætir Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Spánverjar þurfa ekki að örvænta. Hann ætti að vera orðinn klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×