Innlent

Prestar og páskakanínur í Húsdýragarðinum

Margir hafa sótt guðsþjónustu í kirkjum landsins yfir páskana en, prestar gerðu sér einnig far um að ná til fólks úti við.

Þannig var haldin Barna- og fjölskyldumessa í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í morgun, en söfnuðirnir þrír í kringum Laugardalinn; í Laugarneskirkju, Áskirkju og Langholtskirkju, stóðu saman að messunni.

Prestar safnaðanna og sunnudagaskólakennarar leiddu samkomuna, sem sniðin var að þörfum barnanna. Þau fengu svo í leiðinni að sjá páskakanínur en líka hreindýrin, refina, selina og öll hin dýrin í garðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×