Enski boltinn

Dorrans verður áfram hjá West Bromwich Albion

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graham Dorrans.
Graham Dorrans. Mynd/Getty Images
Nýliðarnir í West Bromwich Albion fengu góðar fréttir í dag þegar aðalmarkaskorari liðsins á síðasta tímabili, Graham Dorrans, skrifaði undir nýjan samning við félagið.

West Ham hefur verið á eftir þessum 23 ára skoska miðjumann í allt sumar og hefur meðal annars gert þrjú tilboð í kappann sem hefur öllum verið hafnað.

Graham Dorrans skoraði 18 mörk í ensku b-deildinni á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að liðið komst upp í úrvalsdeildina. Hann var kosinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Nýi samningur Graham Dorrans er til ársins 2015 og hann er einnig með möguleika á eins árs framlengingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×