Erlent

Aðeins hluti aflans komst á leiðarenda

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 3.276 tonn af frystum hvalaafurðum, öðrum en lýsi og mjöli, verið flutt út til Japans fyrstu níu mánuði ársins 2010. Enginn útflutningur var árið 2009, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Þetta eru samtals 23 prósent af heildarafla hvalveiðimanna hér á landi árin 2009 og 2010 samanlagt.

Samkvæmt innflutningstölum í Japan hafa hins vegar einungis 164 tonnum af hvalkjöti verið komið til Japans frá Íslandi þetta sama tímabil. Hlutfallið af heildarafla er þá orðið aðeins fimm prósent.

Þetta kemur fram á yfirliti frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og alþjóðlega dýraverndarsjóðnum IFAW. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að sumarið 2009 hefði sjávarútvegsráðherra, sem þá var reyndar Jón Bjarnason en ekki Einar Guðfinnsson eins og ranglega var fullyrt í fréttinni, látið sér fátt um finnast í viðræðum við bandaríska sendiráðið í Reykjavík þótt enginn markaður myndi reynast fyrir afurðir langreyðar í Japan.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×