Innlent

Hvítar flugur sækja í tóbakið

Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, kveðst bera á því ábyrgð að hafa pantað inn fræ villitóbaksplöntunnar sem nú eru þar til sölu. Fréttablaðið/Vilhelm
Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, kveðst bera á því ábyrgð að hafa pantað inn fræ villitóbaksplöntunnar sem nú eru þar til sölu. Fréttablaðið/Vilhelm

 „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu.

Guðbjörg pantaði hins vegar inn Wild Tobacco-fræin til að nota sem skordýravörn. „Ég hef verið í eitrinu. Svo kom til mín garðyrkjumaður sem bað mig að panta þetta fræ út af hvítri flugu sem herjar á plönturnar hjá honum,“ segir hún og kveðst þess vegna hafa pantað dálítið aukreitis af fræjunum fyrir verslunina.

Hugmyndin var að rækta villitóbaksplöntuna við hliðina á annarri ræktun því að flugan sækir fremur í tóbakið, en vegna þess að um lífræna ræktun er að ræða kom ekki til greina að eitra.

„Svo er hægt að vera með nokkrar svona plöntur og setja svo í poka og fleygja þegar þær eru orðnar alþaktar hvítri flugu,“ segir hún, en flugur þessar verpa eggjum sínum á plönturnar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×