Fótbolti

Ísland mætir Mexíkó í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur og lærisveinar fara til Bandaríkjanna í mars.
Ólafur og lærisveinar fara til Bandaríkjanna í mars.

Landslið Mexíkó mun hita upp fyrir HM í sumar með því að spila eina sex landsleiki í Bandaríkjunum. Einn af þeim leikjum verður gegn Íslandi.

Þetta kemur fram í frétt AFP í dag að Ísland mæti Mexíkó í Charlotte þann 24. mars næstkomandi.

Fyrsti leikur Mexíkóa í þessari æfingaferð er gegn Bólívíu. Næst mætir liðið Nýja-Sjálandi og síðan Íslandi.

Ekvador bíður á eftir Íslandi og andstæðingurinn í lokaleiknum er óráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×