Enski boltinn

Beckford skaut Leeds upp í ensku B-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckford fagnar markinu mikilvæga í dag.
Beckford fagnar markinu mikilvæga í dag.

Leeds United tryggði sér í dag sæti í ensku B-deildinni með dramatískum 2-1 sigri á Bristol Rovers. Það var Jermaine Beckford sem skoraði markið mikilvæga.

Leeds mátti hafa verulega mikið fyrir sigrinum í dag því Max-Alain Gradel var rekinn af velli eftir aðeins 34 mínútna leik en þá var staðan 0-0.

Leikmenn Bristol nýttu sér liðsmuninn og Darryl Duffy kom þeim yfir í leiknum á 48. mínútu og nákvmæmlega ekkert sem benti til þess að Leeds væri á leiðinni upp.

Jonathan Howson jafnaði síðan leikinn fyrir Leeds á 59. mínútu og stjarna Leeds í vetur, Jermaine Beckford, skoraði síðan markið sem fleytti Leeds upp um deild á 63. mínútu.

Leeds náði því öðru sæti deildarinnar á eftir Norwich og er komið með farseðilinn í B-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×