Innlent

Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku

MYND/Hilmar Bragi

Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag.

Maðurinn sem um ræðir fannst látinn fyrir utan hús við Bjarnarvelli í Reykjanesbæ. Málið er í rannsókn eins og áður segir en lögregla sagðist í morgun telja að lát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.






Tengdar fréttir

Keflavík: Maður fannst látinn

Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×