Íslenski boltinn

Alfreð: Förum fullir sjálfstrausts til Skotlands

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Við vorum alltaf að komast í gegn en vorum ekki að klára þetta í fyrri hálfleik, við vissum hinsvegar að ef við myndum halda áfram svona þá myndi markið koma þannig við vorum bara þolinmóðir" sagði Alfreð Finnbogason eftir stórsigur Blika á Stjörnunni 4-0, þar skoraði hann þrennu en hefði með réttu átt að skora fjögur.

„Mér sýndist hann vera inni, hinsvegar er erfitt fyrir línuvörðinn að dæma frá þessu sjónarhorni."

Þetta var þriðji sigurleikur Blika í röð og með því héldu þeir toppsætinu og juku markatöluforskot sitt á ÍBV sem situr í öðru sæti eftir 2-1 sigur á Keflavík í kvöld

„Þetta var frábært fyrir liðið, við erum á góðu skriði með þrjá sigurleiki í röð og þetta er gott veganesti fyrir Evrópuleikinn gegn Motherwell í næstu viku. Við fáum núna vikuhvíld og nýtum það vel og förum svo fullir sjálfstraust til Skotlands í næstu viku."

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Motherwell í Evrópukeppni félagsliða gegn Motherwell frá Skotlandi, þetta er í fyrsta sinn sem Blikar keppa í Evrópukeppni og er Alfreð spenntur

„Þetta er ákveðin tilraun á okkur, þetta er fyrsti Evrópuleikurinn hjá mörgum í liðinu en þetta er bara hrikalega spennandi verkefni, við fáum að mæta skosku úrvalsdeildarliði fyrst úti og svo heima," sagði Alfreð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×