Vegleg gjöf sem bragð er að 8. febrúar 2010 14:42 Stúlkurnar af 101 hárhönnun gæða sér á súpu, en söfnun hárgreiðslustöðvarinnar gerði Framför kleift að gefa þessa gjöf. Krabbameinsfélagið Framför hefur gefið öllum 40 almenningsbókasöfnum á landinu eintak af bókinni Bragð í baráttunni: Matur sem vinnur gegn krabbameini auk DVD disks sem félagið gaf nýlega út. Það var söfnunarátak hárgreiðslustofunnar 101 Hárhönnun sem gerði félaginu kleift að veita þessa gjöf en starfsmenn stofunnar söfnuðu alls 330.000 krónum þann 6. nóvember sl. með því að láta allan ágóða af klippingum renna til Krabbameinsfélagsins Framfarar. Gjöfin var afhent við athöfn í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi á föstudaginn var og var gestum boðið upp á súpu sem elduð var samkvæmt uppskrift úr Bragði í baráttunni að athöfn lokinni.Barátta gegn krabbameini í blöðruhálskirtli Krabbameinsfélagið Framför var stofnað árið 2007 með það að markmiði að afla fjár til styrktar rannsóknum á krabbameini í blöðruhálskirtli og efla baráttuna gegn því. Það var fyrir tilstuðlan félagsins að bókin Cooking foods that fight Cancer var þýdd og gefin út á íslensku. Ber hún heitið Bragð í baráttunni - matur sem vinnur gegn krabbameini. „Með því að borða hollan mat og rækta líkamann er hægt að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur tilfellum krabbameina og með því að færa bókasöfnunum þessa gjöf viljum við gera sem flestum kleift að njóta bragðgóðra máltíða sem jafnframt geta lengt líf þeirra," segir Oddur Benediktsson, formaður Framfarar. Ásamt bókinni gefur félagið DVD disk með upptöku af málþingi Framfarar 22. júní 2009: Krabbamein í blöðruhálskirtli - meinið, greining, meðferð, forvarnir og félagsleg áhrif. „Árlega greinast um 200 íslenskir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli en tíðni slíks krabbameins hefur farið ört vaxandi. Dánartíðni vegna þess er einna hæst á Norðurlöndum og viljum við því hvetja íslenska karlmenn til að gæta að forvörnum jafnframt því að bera kennsl á helstu einkenni krabbameins og leita sér læknisaðstoðar verði þeir varir við þau," bætir Oddur við.Hárgreiðslustofa veitir veglegan styrk „Við vildum styrkja gott málefni með því að gefa vinnu okkar og höfðum fylgst með söfnunarátaki fyrir bæði krabbameinsveik börn og konur. Okkur fannst vanta að stuðning við karlmenn með krabbamein og höfðum því samband við Framför, en blöðruhálskirtilskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið meðal karla," segir Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir, ein af þremur eigendum stofunnar 101 Hárhönnun. „Við náðum að safna alls 330.000 krónum, allir starfsmenn stofunnar tóku þátt og gáfu vinnu sína enda um gott málefni að ræða!" Sigurbjörg Sandra segir reynsluna hafa verið góða og að vel komi til greina að endurtaka svona söfnunardag. Hvetur hún jafnframt aðrar hárgreiðslustofur til að gera slíkt hið sama. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Krabbameinsfélagið Framför hefur gefið öllum 40 almenningsbókasöfnum á landinu eintak af bókinni Bragð í baráttunni: Matur sem vinnur gegn krabbameini auk DVD disks sem félagið gaf nýlega út. Það var söfnunarátak hárgreiðslustofunnar 101 Hárhönnun sem gerði félaginu kleift að veita þessa gjöf en starfsmenn stofunnar söfnuðu alls 330.000 krónum þann 6. nóvember sl. með því að láta allan ágóða af klippingum renna til Krabbameinsfélagsins Framfarar. Gjöfin var afhent við athöfn í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi á föstudaginn var og var gestum boðið upp á súpu sem elduð var samkvæmt uppskrift úr Bragði í baráttunni að athöfn lokinni.Barátta gegn krabbameini í blöðruhálskirtli Krabbameinsfélagið Framför var stofnað árið 2007 með það að markmiði að afla fjár til styrktar rannsóknum á krabbameini í blöðruhálskirtli og efla baráttuna gegn því. Það var fyrir tilstuðlan félagsins að bókin Cooking foods that fight Cancer var þýdd og gefin út á íslensku. Ber hún heitið Bragð í baráttunni - matur sem vinnur gegn krabbameini. „Með því að borða hollan mat og rækta líkamann er hægt að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur tilfellum krabbameina og með því að færa bókasöfnunum þessa gjöf viljum við gera sem flestum kleift að njóta bragðgóðra máltíða sem jafnframt geta lengt líf þeirra," segir Oddur Benediktsson, formaður Framfarar. Ásamt bókinni gefur félagið DVD disk með upptöku af málþingi Framfarar 22. júní 2009: Krabbamein í blöðruhálskirtli - meinið, greining, meðferð, forvarnir og félagsleg áhrif. „Árlega greinast um 200 íslenskir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli en tíðni slíks krabbameins hefur farið ört vaxandi. Dánartíðni vegna þess er einna hæst á Norðurlöndum og viljum við því hvetja íslenska karlmenn til að gæta að forvörnum jafnframt því að bera kennsl á helstu einkenni krabbameins og leita sér læknisaðstoðar verði þeir varir við þau," bætir Oddur við.Hárgreiðslustofa veitir veglegan styrk „Við vildum styrkja gott málefni með því að gefa vinnu okkar og höfðum fylgst með söfnunarátaki fyrir bæði krabbameinsveik börn og konur. Okkur fannst vanta að stuðning við karlmenn með krabbamein og höfðum því samband við Framför, en blöðruhálskirtilskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið meðal karla," segir Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir, ein af þremur eigendum stofunnar 101 Hárhönnun. „Við náðum að safna alls 330.000 krónum, allir starfsmenn stofunnar tóku þátt og gáfu vinnu sína enda um gott málefni að ræða!" Sigurbjörg Sandra segir reynsluna hafa verið góða og að vel komi til greina að endurtaka svona söfnunardag. Hvetur hún jafnframt aðrar hárgreiðslustofur til að gera slíkt hið sama.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira