Enski boltinn

Hodgson vill fá Scharner til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scharner er hér í leik gegn Liverpool.
Scharner er hér í leik gegn Liverpool.

Umboðsmaður Austurríkismannsins Paul Scharner hefur greint frá því að Liverpool sé á höttunum eftir leikmanninum fjölhæfa. Hann segir leikmanninn dreyma um að spila með félaginu.

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er aðdáandi leikmannsins sem gæti komið á frjálsri sölu enda er samningur hans við Wigan búinn. Hodgson reyndi í þrígang að fá hann til Fulham er hann stýrði Lundúnaliðinu.

Aston Villa og Sunderland eru einnig spennt fyrir Scharner en leikmaðurinn sjálfur er spenntastur fyrir því að fara til Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×