Enski boltinn

Alex Ferguson grunaður um annað Rooney-gabb - klár um helgina?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AFP
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir leik liðsins um síðustu helgi, að Wayne Rooney myndi ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en nú eru ensku miðlarnir farnir að skrifa um það að Rooney verði hugsanlega með á móti Sunderland á sunnudaginn.

Menn eru ekki búnir að gleyma því þegar Ferguson mætti á blaðamannfund daginn fyrir seinni leikinn á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni og sagði að Rooney yrði ekkert með í leiknum. Rooney var hinsvegar í byrjunarliðinu hjá United rúmum sólarhring síðar.

Alex Ferguson sagði eftir sigurinn á Tottenham að Rooney yrði frá í tvær til þrjár vikur vegna togunar á nára. Rooney er eins og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 26 mörk en hann hefur nú aðeins eins marks forskot á Didier Drogba og tveggja marka forskot á Darren Bent sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu.

Daily Mail segir frá því að Rooney hafi sjálfur fulla trú á því að hann geti spilað Sunderland-leikinn en The Guardian segir þó að möguleikarnir á því séu ekki miklir. Það lítur þó allavega út fyrir að Rooney geti spilað lokleik tímabilsins sem er á móti Stoke 9. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×