Enski boltinn

Tevez burt ef City endar ekki í topp fjórum?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez hefur skorað grimmt í vetur.
Carlos Tevez hefur skorað grimmt í vetur.

Carlos Tevez, markaskorari Manchester City, er sagður ætla skoða sín mál ef svo fer að City endi ekki í meistaradeildarsæti. Tevez hefur fundið sig vel hjá City í vetur og er búinn að skora 28 mörk það sem af er vetrar.

Kia Joorabchian, umboðsmaður Tevez, er sagður hafa sett sig í samband við nokkur af stærstu félögum evrópu til vonar ef að City nær ekki sínum markmiðum.

The Mail on Sunday staðfestir að Real Madrid og Inter Milan vilji leikmanninn í sínar raðir en Liverpool hefur einnig verið nefnt til sögunnar.

Manchester City er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar einu stigi á eftir Tottenham og Aston Villa en liðin berjast um fjórða sætið eftirsótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×