Enski boltinn

United lánar Tosic til Köln

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zoran Tosic.
Zoran Tosic.

Flest bendir til þess að Serbinn Zoran Tosic verði lánaður til þýska úrvalsdeildarliðsins Köln frá Man. Utd út þessa leiktíð.

Tosic er ekkert að fá að spila með United og vill vera í formi fyrir HM næsta sumar.

Að sama skapi vantar Köln sárlega markaskorara en liðið hefur aðeins skorað 12 mörk í vetur.

Fastlega er búist við því að hann verði farinn til Þýskalands eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×