Villa í reikningi VG 6. febrúar 2010 05:00 Framkvæmdastjóri VG segir að einstaka aðildarfélög hafi skellt saman framlögum frá sveitarfélögum og öðrum framlögum. Unnið er að leiðréttingu.Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Vinstrihreyfingin – grænt framboð oftaldi framlög frá einstaklingum en lét ekki getið um framlög til flokksins frá sveitarfélögum þegar ársreikningi 2008 var skilað til Ríkisendurskoðunar. Fyrr í vikunni birti Ríkisendurskoðun útdrætti úr ársreikningum þeirra stjórnmálaflokka sem skilað höfðu upplýsingum til stofnunarinnar. Þar kom fram að VG hefði engar tekjur fengið frá sveitarfélögum. Þó er sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að styðja stjórnmálaflokka, sem fengið hafa meira en 5 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt lögum sem sett voru 2006. Í reikningum Samfylkingarinnar kemur fram að sá flokkur hafði rúmlega 15 milljónir króna í tekjur frá sveitarfélögum en Framsóknarflokkurinn tæpar 5 milljónir. „Það urðu mistök hjá VG, þeir blönduðu þessu saman við framlög frá einstaklingum,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun. Hann segir að Ríkisendurskoðun muni senda frá sér leiðréttingu vegna reiknings VG þegar upplýsingar hafa borist frá flokknum. Aðspurður sagði Lárus að væntanlega hefði VG átt að færa „einhverjar milljónir“ sem tekjur frá sveitarfélögunum. Lárus segir að fjárhæð styrkjanna séu alfarið á valdi hverrar sveitarstjórnar. Hins vegar sé sveitarfélögum skylt að dreifa framlögum jafnt á flokkana í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra. VG gaf upp 18,7 milljóna króna tekjur frá einstaklingum, þar með talin félagsgjöld. Samfylkingin gaf upp 17 milljóna króna tekjur frá einstaklingum og Framsóknarflokkurinn 10,6 milljónir. Árið 2007 gaf VG upp 7,7 milljónir króna í tekjur frá sveitarfélögum en 9,8 milljónir frá einstaklingum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri VG, staðfesti við Fréttablaðið að flokkurinn hefði fengið styrki frá sveitarfélögum. Sum aðildarfélög hefðu ekki aðgreint þau frá öðrum framlögum. Verið sé að vinna að leiðréttingu. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg nam 4-5 milljónum króna, að sögn Drífu, en mun lægri fjárhæðir komu frá öðrum sveitarfélögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfirði fékk VG þaðan um 543.850 krónur en framlagið frá Mosfellsbæ var rúmar 182.000 krónur. peturg@frettabladid.is Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Vinstrihreyfingin – grænt framboð oftaldi framlög frá einstaklingum en lét ekki getið um framlög til flokksins frá sveitarfélögum þegar ársreikningi 2008 var skilað til Ríkisendurskoðunar. Fyrr í vikunni birti Ríkisendurskoðun útdrætti úr ársreikningum þeirra stjórnmálaflokka sem skilað höfðu upplýsingum til stofnunarinnar. Þar kom fram að VG hefði engar tekjur fengið frá sveitarfélögum. Þó er sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að styðja stjórnmálaflokka, sem fengið hafa meira en 5 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt lögum sem sett voru 2006. Í reikningum Samfylkingarinnar kemur fram að sá flokkur hafði rúmlega 15 milljónir króna í tekjur frá sveitarfélögum en Framsóknarflokkurinn tæpar 5 milljónir. „Það urðu mistök hjá VG, þeir blönduðu þessu saman við framlög frá einstaklingum,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun. Hann segir að Ríkisendurskoðun muni senda frá sér leiðréttingu vegna reiknings VG þegar upplýsingar hafa borist frá flokknum. Aðspurður sagði Lárus að væntanlega hefði VG átt að færa „einhverjar milljónir“ sem tekjur frá sveitarfélögunum. Lárus segir að fjárhæð styrkjanna séu alfarið á valdi hverrar sveitarstjórnar. Hins vegar sé sveitarfélögum skylt að dreifa framlögum jafnt á flokkana í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra. VG gaf upp 18,7 milljóna króna tekjur frá einstaklingum, þar með talin félagsgjöld. Samfylkingin gaf upp 17 milljóna króna tekjur frá einstaklingum og Framsóknarflokkurinn 10,6 milljónir. Árið 2007 gaf VG upp 7,7 milljónir króna í tekjur frá sveitarfélögum en 9,8 milljónir frá einstaklingum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri VG, staðfesti við Fréttablaðið að flokkurinn hefði fengið styrki frá sveitarfélögum. Sum aðildarfélög hefðu ekki aðgreint þau frá öðrum framlögum. Verið sé að vinna að leiðréttingu. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg nam 4-5 milljónum króna, að sögn Drífu, en mun lægri fjárhæðir komu frá öðrum sveitarfélögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfirði fékk VG þaðan um 543.850 krónur en framlagið frá Mosfellsbæ var rúmar 182.000 krónur. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira