Innlent

Vísindaráð sjúkrahússins á Akureyri stofnað

Frá ársfundinum í dag.
Frá ársfundinum í dag.
Á ársfundi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag, var vísindaráð sjúkrahússins formlega stofnað og skipað í það. Í erindisbréfi vísindaráðs kemur fram að hlutverk þess sé að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu, móta vísindastefnu þess, bæði inn á við og gagnvart öðrum stofnunum, háskólastofnunum og einkafyrirtækjum. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, er formaður ráðsins.

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri skipar þrjá fulltrúa í vísindaráð FSA og jafn marga til vara og skulu þeir allir vera starfsmenn sjúkrahússins. Þar af skal einn tilnefndur af læknaráði, annar af hjúkrunarráði og sá þriðji af framkvæmdastjórn. Forstöðumaður deildar kennslu og vísinda situr fundi ráðsins og starfar með því við skipulagningu vísindamála FSA, eftir því sem þurfa þykir.

Á ársfundinum í dag voru eftirtaldir skipaðir í fyrsta vísindaráð FSA: Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, Alexander Kr. Smárason, læknir, og Regína B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðingur. Til vara: Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur, Guðjón Kristjánsson, læknir, og Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×