Erlent

208 hafa látist og 2.700 sýkst

Óttast er að kólera muni breiðast hratt út á Haítí á næstunni.
mynd/ap
Óttast er að kólera muni breiðast hratt út á Haítí á næstunni. mynd/ap

Haítí, AP Heilbrigðisyfirvöld á Haítí telja að að minnsta kosti 208 manns hafi látist úr kóleru og um 2.700 til viðbótar hafi sýkst í Artibonite-héraðinu, norður af höfuðborginni Port-Au-Prince.

Tala sýktra hefur hækkað jafnt og þétt og óttast yfirvöld að næstu fórnarlömb veirunnar verði þau hundruð þúsunda sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. „Ef faraldurinn nær til Port-au-Prince, þar sem börn og fjölskyldur lifa við slæma hreinlætisaðstöðu og í allt of þröngu rými, gæti útkoman orðið hræðileg,“ sagði Dr. Estrella Serrano hjá hjálparsamtökunum World Vision.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×