Enski boltinn

Gutierrez ánægður hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonas Gutierrez í leik með Newcastle.
Jonas Gutierrez í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Argentínumannsins Jonas Gutierrez segir að kappinn sé ánægður hjá Newcastle og sé ekki á leiðinni annað í sumar.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Gutierrez kunni að vera á leið til Lazio á Ítalíu.

„Jonas er samningsbundinn leikmaður Newcastle og verður það í þrjú ár til viðbótar,“ sagði umboðsmaður hans, Pedro Jimenez Bravo.

„Það hefur enginn hjá Lazio haft samband við mig. Ég veit ekkert hvort að hann sé að íhuga að fara til Ítalíu því hann er aðeins að hugsa um Newcastle eins og er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×