Innlent

Segir jafnrétti ríkja í Árborg

Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir.

Jafnrétti hefur náðst í Árborg að sögn bæjarstjórans. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir janfrétti hafa náðst í sveitarfélaginu. Það sýni síðasta launakönnun sem gerð var árið 2006 í sveitarfélaginu.

Engin dagskrá hafi verið í boði á Selfossi í gær í tilefni Kvennafrídagsins og því hafi yfirvöld ekki séð ástæðu til að hvetja konur til að minnast dagsins eins og til að mynda var gert á Álftanesi, Reykjavík, Bolungarvík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Hólmavík, Skagafirði og Langanesi svo nokkir staðir séu nefndir.

Kvennafrídagurinn var í gær haldinn hátíðlegur tilefni þess að þá voru 35 ár liðinn frá því hann var fyrst haldinn. Þá gengu konur út til að minna á mikilvægi vinnuframlags síns en í gær var hvatt til þess að konur legðu niður störf klukkan 14.25, en samkvæmt rannsóknum á launamismun kynjanna hafa konur þá lokið vinnudegi sínum, í samanburði við karla.

Ásta segir launamunin ekki eiga við í Árborg og því hafi ekki þótt ástæða til þess að hvetja til þátttöku eða gera sérstakar ráðstafanir þegar leikskólastarfsmenn leituðu eftir viðbrögðum bæjarfélagsins.

Eins og greint var frá í fréttum Bylgjunnar og Vísis í gær sagði Ásta í bréfi til leikskólastjóra að enginn réttur væri til að ganga út í tilefni dagsins ekki frekar en aðra daga.

En svo hljómaði bréf hennar til stjórnendanna:

"Nei, það er enginn réttur til að ganga út.

Það gildir í raun það sama og um önnur frí, ef það er hægt að veita leyfi þá má það, en það er ekki hægt að leggja starfsemina niður.

kv.

ásta"

Í fjölda annarra sveitarfélaga var hins vegar hvatt til þess að foreldrar sæktu börn sín snemma til að gera leikskólakennurum mögulegt að taka þátt.






Tengdar fréttir

Vissu ekki um kvennafrídagsbannið í Árborg

Bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna í Árborg vilja koma því á framfæri að þau heyrðu fyrst af því í fréttum Bylgjunnar og á vef Vísis.is í dag að starfsfólki leikskóla í bæjarfélaginu fengu ekki að hætta vegna kvennafrídagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×