Umfjöllun: Blikar stigu stórt skref í átt að titlinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. september 2010 12:34 Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. Mynd/Valli Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum. KR-ingar mættu miklu grimmari til leiks og tóku völdin strax í leiknum. Blikar virkuðu taugastrekktir og ekki tilbúnir í slaginn. KR-ingar fengu nokkur ágæt færi til þess að komast yfir en náðu ekki að nýta þau. Eftir um hálftíma leik tóku Blikar loksins við sér. Þeir voru búnir að vera með lífsmarki í aðeins nokkrar mínútur þegar þeir komust yfir. Alfreð Finnbogason átti þá flottan sprett upp miðjuna. Hann sendi á Kristin Steindórsson sem framlengdi á Hauk Baldvinsson sem kláraði færið með skoti á nærstöng. Smekklega gert. KR-ingar höfðu á þessum kafla misst dampinn og sóknarleikur þeirra varð ómarkviss. Liðið fór að reyna of langar og erfiðar stungusendingar sem engu skiluðu. Liðið var því undir í leikhléi þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðilinn lungann af fyrri hálfleik. Það voru aftur á móti Blikar sem byrjuðu síðari hálfleikinn. Þeir byrjuðu hann reyndar með látum og voru búnir að skora tvö mörk áður en KR-ingar hreinlega áttuðu sig á því að síðari hálfleikur væri hafinn. KR-ingar mega eiga það að þeir börðust hetjulega og seldu sig dýrt. Þeim gekk þó ekkert að nýta færin sín. Voru reyndar líka óheppnir er boltinn smáll tvisvar í þverslá Blikamarksins. Þetta var dagur Blika á meðan ekkert féll með KR. Tímabilið því titlalaust og mikil vonbrigði eftir að KR komst aftur á móti í séns á nýjan leik. Blikar eru aftur á móti á beinu brautinni og virðast líklegir til þess að fara alla leið. Liðið vex með hverri raun og stenst hvert prófið á fætur öðru. Blikastrákarnir eru að verða að mönnum og haldi þeir áfram á sömu braut þá verða þeir Íslandsmeistarar. KR-Breiðablik 1-30-1 Haukur Baldvinsson (37.) 0-2 Kristinn Steindórsson (47.) 0-3 Alfreð Finnbogason (50.) 1-3 Guðjón Baldvinsson (64.) Áhorfendur: 3.003 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 4. Skot (á mark): 16-11 (6-8) Varin skot: Lars 5 – Ingvar 3 Horn: 7-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-16 Rangstöður: 4-1 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Viktor Bjarki Arnarsson 3 (58., Dofri Snorrason 4) Óskar Örn Hauksson 6 (80., Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 3 Guðjón Baldvinsson 7 Breiðablik (4-3-3)Ingvar Þór Kale 7 Kristinn Jónsson 6 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (65., Olgeir Sigurgeirsson 5) Finnur Orri Margeirsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 8 (71., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 7 (80., Guðmundur Pétursson -)Alfreð Finnbogason 8 – Maður leiksins Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum. KR-ingar mættu miklu grimmari til leiks og tóku völdin strax í leiknum. Blikar virkuðu taugastrekktir og ekki tilbúnir í slaginn. KR-ingar fengu nokkur ágæt færi til þess að komast yfir en náðu ekki að nýta þau. Eftir um hálftíma leik tóku Blikar loksins við sér. Þeir voru búnir að vera með lífsmarki í aðeins nokkrar mínútur þegar þeir komust yfir. Alfreð Finnbogason átti þá flottan sprett upp miðjuna. Hann sendi á Kristin Steindórsson sem framlengdi á Hauk Baldvinsson sem kláraði færið með skoti á nærstöng. Smekklega gert. KR-ingar höfðu á þessum kafla misst dampinn og sóknarleikur þeirra varð ómarkviss. Liðið fór að reyna of langar og erfiðar stungusendingar sem engu skiluðu. Liðið var því undir í leikhléi þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðilinn lungann af fyrri hálfleik. Það voru aftur á móti Blikar sem byrjuðu síðari hálfleikinn. Þeir byrjuðu hann reyndar með látum og voru búnir að skora tvö mörk áður en KR-ingar hreinlega áttuðu sig á því að síðari hálfleikur væri hafinn. KR-ingar mega eiga það að þeir börðust hetjulega og seldu sig dýrt. Þeim gekk þó ekkert að nýta færin sín. Voru reyndar líka óheppnir er boltinn smáll tvisvar í þverslá Blikamarksins. Þetta var dagur Blika á meðan ekkert féll með KR. Tímabilið því titlalaust og mikil vonbrigði eftir að KR komst aftur á móti í séns á nýjan leik. Blikar eru aftur á móti á beinu brautinni og virðast líklegir til þess að fara alla leið. Liðið vex með hverri raun og stenst hvert prófið á fætur öðru. Blikastrákarnir eru að verða að mönnum og haldi þeir áfram á sömu braut þá verða þeir Íslandsmeistarar. KR-Breiðablik 1-30-1 Haukur Baldvinsson (37.) 0-2 Kristinn Steindórsson (47.) 0-3 Alfreð Finnbogason (50.) 1-3 Guðjón Baldvinsson (64.) Áhorfendur: 3.003 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 4. Skot (á mark): 16-11 (6-8) Varin skot: Lars 5 – Ingvar 3 Horn: 7-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-16 Rangstöður: 4-1 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Viktor Bjarki Arnarsson 3 (58., Dofri Snorrason 4) Óskar Örn Hauksson 6 (80., Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 3 Guðjón Baldvinsson 7 Breiðablik (4-3-3)Ingvar Þór Kale 7 Kristinn Jónsson 6 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (65., Olgeir Sigurgeirsson 5) Finnur Orri Margeirsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 8 (71., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 7 (80., Guðmundur Pétursson -)Alfreð Finnbogason 8 – Maður leiksins Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Breiðablik
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira