Innlent

Daníel Ernir kominn heim til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Daníel Ernir, litli sex mánaða gamli drengurinn sem komst lífs af úr bílslysi í Tyrklandi á miðvikudaginn, er kominn heim til Íslands.

Foreldrar Daníels létust bæði í bílslysinu, þegar bifreið þeirra lenti framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Fjölskylda Daníels fór síðan út til Tyrklands á fimmtudaginn til að sækja Daníel Erni.

Gunnar Tryggvason, móðurbróðir drengsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það hafi verið ánægjulega stund að fá drenginn til sín. Greinilegt hafi verið á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×