Enski boltinn

Aston Villa vann Portsmouth á útivelli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brad Friedel með skemmtileg tilþrif í markinu.
Brad Friedel með skemmtileg tilþrif í markinu.
Aston Villa vann útisigur á föllnu liði Portsmouth í dag 2-1. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Nathan Delfouneso átta mínútum fyrir leikslok.

Fyrsta mark leiksins skoraði Michael Brown fyrir Portsmouth en sjö mínútum síðar jafnaði John Carew á laglegan hátt.

David James varði vítaspyrnu frá Carew skömmu síðar en James kom hinsvegar engum vörnum við þegar Delfouneso skoraði sigurmarkið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×