Enski boltinn

Ngog verður áfram hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður framherjans unga hjá Liverpool, David Ngog, segir ekkert hæft í þeim fréttum að leikmaðurinn verði ekki í herbúðum Liverpool í vetur.

WBA hafði mikinn áhuga á að fá leikmanninn lánaðan út veturinn en umbinn segir að það komi ekki til greina. Liverpool er örugglega ekki spennt fyrir því heldur. Sérstaklega þar sem það er óvissa með meiðsli Fernando Torres.

"Það hafa einhver lið sýnt honum áhuga en hann mun ekki verða lánaður eitt né neitt. Hann er aðeins tvítugur en lék samt 37 leiki með Liverpool í fyrra. Af hverju ætti hann að vilja fara?" spyr umbinn.

"Ég veit að Roy Hodgson er hrifinn af honum. Sjálfur vill David vera áfram hjá félaginu og berjast fyrir sæti sínu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×