Fótbolti

Capello: Miklu betra að vera í fimm liða riðli

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic photos/AFP

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi var tiltölulega ánægður með dráttinn fyrir undankeppni EM 2012.

England lenti í G-riðli ásamt Sviss, Búlgaríu, Wales og Svartfjallalandi.

„Þetta er frekar erfiður riðill og við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Það er samt gaman að fá alla vega einn „Derby" leik. Ég annars ánægður með að vera í fimm liða riðli því þá þurfum við bara að spila átta leiki og ég er því bjartsýnn á góðan árangur," sagði Capello í viðtali eftir að drátturinn lá fyrir í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×