Innlent

Ákærð fyrir að brjótast inn í lögreglubíl og slá löggu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Tvær konur hafa verið ákærðar af ríkissaksóknara fyrir að veitast að lögregluþjónum við skyldustörf.

Um er að ræða tvö aðskilin atvik en málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og í gær.

Önnur konan hefur verið ákærð fyrir brot á lögreglulögum í mars á síðasta ári þegar hún neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglunnar um að yfirgera lögreglubifreið sem hún fór í heimildarleysi inn í.

Þegar hún var loksins komin út úr bílnum á hún að hafa brugðist ókvæða við og lamið í bringu lögregluþjónsins með krepptum hnefa.

Hin konan hefur verið á ákærð fyrir að hafa slegið lögregluþjón utanundir fyrir utan skemmtistaðinn Vegamót í apríl á síðasta ári.

Báðar konurnar neita sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×