Erlent

Flóðbylgja í Indónesíu - 100 látnir og 500 saknað

Að minnsta kosti 100 eru látnir og 500 er saknað.
Að minnsta kosti 100 eru látnir og 500 er saknað. Mynd/AFP
Hundrað manns, hið minnsta, eru látnir og fimm hundruð er saknað eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7,7 richter reið yfir Vestur-Indónesíu í gær. Skjálftinn leiddi til þess að risavaxin flóðbylgja skall á eyjuna Pagai.

Margar byggingar á eyjunni er ónýtar auk þess sem strendur við eyjuna urðu fyrir miklum skemmdum. Brimbrettaiðkendur eru meðal þeirra sem er saknað en þeir voru að iðka sportið á strönd á eyjunni.

Björgunaraðgerðir hafa gengið illa vegna veðurs en mikil rigning er á svæðinu. Þúsundur eyjaskeggja hafa flúið eyjuna.

Flóðbylgjan var um þriggja metra há og náði hún allt að 600 metra inn á eyjuna. Þorpið Betu Monga varð verst úti í flóðbylgjunni og af 200 íbúum hafa einungis 40 fundist á lífi og er 160 enn saknað, aðallega börn og konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×