Fótbolti

Lið bestu knattspyrnukonu heims lagt niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta með liðsfélögum sínum í Los Angeles Sol.
Marta með liðsfélögum sínum í Los Angeles Sol. Mynd/AFP

Bandaríska kvennafótboltaliðið Los Angeles Sol sem hefur spilað í atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum hefur verið lagt niður en forráðamenn deildarinnar hafa verið að leita að nýjum eigendum síðan í nóvember án árangurs.

Los Angeles Sol fékk 6000 áhorfendur að meðaltali á leiki sína á síðasta tímabili og var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði hinsvegar 0-1 fyrir Sky Blue FC í úrslitaleiknum um Meistaratitilinn.

Meðal leikmanna Los Angeles Sol er besta knattspyrnukona heims, Marta, og þá átti liðið einnig réttinn á Margréti Láru Viðarsdóttur ákveði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins að reyna að fyrir sér í Bandaríkjunum.

Önnur lið deildarinnar fá að velja sér úr leikmannahópi Los Angeles Sol í næstu viku og það má búast að flest gefi mikið fyrir að fá til sín Mörtu sem varð bæði Suður-Ameríku meistari og brasilískur bikarmeistari með Þórunni Helgu Jónsdóttur í Santos á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×