Fótbolti

Sven-Göran næsti þjálfari Nígeríu?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Svíinn Sven-Göran Eriksson er nú staddur í Nígeríu þar sem hann er í viðræðum við knattspyrnusamband þjóðarinnar sem leitar að næsta landsliðsþjálfara.

Annar fyrrum þjálfari enska landsliðsins, Glenn Hoddle, er einnig staddur í Nígeríu í sömu erindagjörðum.

Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar, er einnig á lista Nígeríumanna yfir mögulegan landsliðsþjálfara. Einnig þeir Bruno Metsu, fyrrum þjálfari Senegal, og Ratimir Dujkovic, fyrrum þjálfari Gana.

Nígeríska knattspyrnusambandið segir að einhver þessara manna verði næsti landsliðsþjálfari. Liðið hefur verið þjálfaralaust síðan Shaibu Amodu var látinn taka pokann sinn eftir Afríkumótið þar sem liðið olli vonbrigðum.

Nígería verður með á HM í sumar þar sem liðið er í riðli með Argentínu, Suður Kóreu og Grikklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×