Innlent

Fjórir skotnir í Los Angeles

Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Þrír létust samstundis og sá fjórði lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir aðrir liggja særðir á spítala og er annar þeirra sagður í lífshættu. Hinn grunaði, hvítur karlmaður á fertugsaldri flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar en heimildir SKY fréttastofunnar herma að um uppgjör hafi verið að ræða á milli glæpagengja frá Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×