Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir allt of algengt að sölumenn komi fram sem fasteignasalar án þess að vera það. Slíkt sé grafalvarlegt líkt og nýlegt dæmi frá Danmörku sýni þegar rúmlega 70 sölumenn á fasteignasölum voru kærðir til lögreglu af eftirlitsaðilum fyrir að sigla undir fölsku flaggi.
Grétar segir að þetta sé viðvarandi vandamál hér á landi. „Félag fasteignasala hefur kært slík mál til lögreglu en því miður virðast þetta ekki vera þau mál sem eru í forgangi," segir Grétar. Lög um fasteignasölu eiga að vernda hagsmuni neytenda svo þeir fái notið þjónustu fasteignasala í gegnum ferli stærstu viðskipta sem fólk eigi almennt á lífsleiðinni.
Grétar segir að Félag fasteignasala hafi sett fram ítarlegar tillögur til stjórnvalda um leiðir til að tryggja hagsmuni fólks sem á í fasteignaviðskiptum. Þær séu nú til skoðunar hjá viðskiptanefnd Alþingis.
Selja fasteignir án réttinda
