Innlent

Hafa safnað einni milljón vegna Iceslave minnisvarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Ásthildur Andersen er ein þeirra sem stendur að söfnuninni. Mynd/ Valli.
Sigríður Ásthildur Andersen er ein þeirra sem stendur að söfnuninni. Mynd/ Valli.
Hópur fólks sem stendur að byggingu minninsvarðar um Icesave lögin hefur safnað saman einni milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í dag.

Fjársöfnun vegna minnisvarðans hófst í desember þegar ljóst var að frumvarpið yrði samþykkt. Gert er ráð fyrir að nöfn þeirra þingmanna sem greiddu ekki atkvæði gegn frumvarpinu verði þannig greypt í stein. Þá er gert ráð fyrir að nafn forseta Íslands verði greypt í steininn ef hann samþykkir lögin.

Forsvarsmenn Iceslave hópsins, sem undirbýr byggingu minnisvarðans, segja að söfnunin hafi gengið vel. Þáttakendur hafi skráð sig fyrir hátt í einni milljón króna.

Gert er ráð fyrir að minnisvarðinn verði reistur í Reykjavík en ekki hefur verið ákveðið hver mun gera hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×