Íslenski boltinn

Sverrir búinn að semja við FH-inga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sverrir Garðarsson verður væntanlega orðinn leikmaður FH á næstu dögum. Varnarmaðurinn sterki er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH-inga. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag.

Hann kemur til félagsins frá sænska liðinu Sundsvall. FH þarf ekki að greiða neitt fyrir leikmanninn en þó á eftir að ganga frá síðustu pappírum í málinu áður en hægt er að tilkynna formlega um að hann sé orðinn leikmaður FH.

Það ætti þó að gerast í þessari viku enda ekki gert ráð fyrir að neitt óvænt komi upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×