Innlent

Steingrímur Hermannsson jarðsunginn í dag

Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á í dag klukkan tvö frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Steingrímur lést á heimili sínu í Garðabæ á mánudag fyrir rúmri viku á 82. aldursári. Hann var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1994. Steingrímur varð dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra árið 1978 og gegndi ýmsum ráðherraembættum þar til hann varð forsætisráðherra 1983. Hann varð aftur forsætisráðherra árið 1988 fram til 1991.

Steingrímur lauk opinberum ferli sínum sem bankastjóri við Seðlabanka Íslands en hann var fyrst ráðinn í þá stöðu 1994 og gegndi henni til 1998.

Vegna útfararinnar verður forsætisráðuneytið lokað í dag eftir hádegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×