Fótbolti

Pepe fær grænt ljós frá Real Madrid til að spila á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumennirnir í landsliði Portúgals, Deco og Pepe.
Brasilíumennirnir í landsliði Portúgals, Deco og Pepe. Mynd/AFP
Pepe, varnarmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, hefur fengið grænt ljós frá læknum spænska liðsins til að spila með landsliði sínu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Pepe spilaði ekkert með Real Madrid á þessu ári en hann meiddist illa á hné í desember eftir að hafa lent illa í leik með liðinu.

Hinn 27 ára gamli Pepe er fæddur í Brasilíu en hefur verið fastamaður í portúgalska landsliðinu síðan að hann kom til Real Madrid frá Porto árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×