Teikn eru á lofti um aukinn vanda barna 16. janúar 2010 07:00 Barna- og unglingageðdeild „Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
„Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira