Íslenski boltinn

Umfjöllun: Smiðshöggið vantaði hjá Grindavík

Elvar Geir Magnússon skrifar

Bjarni Guðjónsson tryggði KR-ingum ansi mikilvæg þrjú stig þegar hann skoraði eina markið gegn Grindavík. Markið skoraði hann á þrettándu mínútu með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni áður en boltinn gjörsamlega lak inn.

Það var ekkert að spilamennsku Grindvíkinga í kvöld. En fótboltinn snýst um að skora mörk og þá þurfa menn að nýta færin. Herslumuninn vantaði hjá þeim.

Fyrir utan erfiða byrjun lék Grindavík vel í leiknum en ekki gekk að reka smiðshöggið. Grétar Hjartarson fór illa með dauðafæri, Lars Ivar Moldsked markvörður KR bjargaði nokkrum sinnum ansi vel og þá bjargaði Guðmundur Reynir Gunnarsson á marklínu.

Leikurinn var fjörlegur, opinn og hraður, og hefðu mörkin vel getað orðið fleiri en raunin varð. En stigin þrjú fara til KR sem hefur því náð að rífa sig upp úr botnbaráttunni. Bjarni Guðjónsson var þeirra besti maður í kvöld en nokkrir lykilmenn liðsins geta betur en þeir sýndu.

Staða Grindavíkurliðsins er erfið en gæðin eru til staðar og það sannaðist í kvöld.



KR - Grindavík 1-0

1-0 Bjarni Guðjónsson (13.).

KR-völlur. Áhorfendur:1059

Dómari: Einar Örn Daníelsson 5

Skot (á mark): 12-12 (6-6)

Varin skot: Lars 5 - Rúnar 5

Horn: 4-6

Aukaspyrnur fengnar: 20-12

Rangstöður: 1-4

KR (4-3-3):

Lars Ivar Moldsked 7

Eggert Rafn Einarsson 5

Mark Rutgers 5

(32. Gunnar Örn Jónsson 6)

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7

Guðmundur Reynir Gunnarsson 7

Baldur Sigurðsson 6

Bjarni Guðjónsson 8* maður leiksins

Viktor Bjarki Arnarsson 5

Óskar Örn Hauksson 6

Kjartan Henry Finnbogason 5

Björgólfur Takefusa 4

Grindavík (4-4-2):

Rúnar Dór Daníelsson 6

Loic Mbang Ondo 5

Auðun Helgason 6

Orri Freyr Hjaltalín 6

Jósef Kristinn Jósefsson 4

Scott Ramsey 6

Matthías Örn Friðriksson 5

Jóhann Helgason 6

Páll Guðmundsson 5

(57. Óli Baldur Bjarnason 5)

Grétar Ólafur Hjartarson 4

(84. Vilhjálmur Darri Einarsson -)

Gilles Daniel Mbang Ondo 6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×