Ólafur Örn: Einblínum bara á okkur sjálfa Valur Smári Heimisson í Vestmannaeyjum skrifar 22. ágúst 2010 22:14 Fréttablaðið/Valli Grindvíkingar mættu grimmir til leiks og börðust vel þegar þeir sóttu þrjú stig á Hásteinsvöllinn í Vestmannaeyjum í kvöld. „Við vorum undan vindi í fyrri hálfleik og ætluðum að ýta þeim til baka en meðan þeir pressa okkur svona hátt þá varð þetta mikið um langa bolta. Við fengum tvo til þrjá sénsa og nýttum einn af þeim." Grindvíkingarnir spiluðu svo á móti vindi í seinni hálfleik en voru gríðarlega sterkir varnarlega og gáfu engin færi á sér. „Mér fannst við gera þetta mjög vel í seinni hálfleik, við höldum þeim nánast alfarið frá markinu okkar og þeir fá varla færi. Við eigum líka ágæt færi, erum tæpir á að komast í gegn. Þannig er ég mjög ánægður með leikinn, við vissum að þetta yrði engin sambabolti í þessum vindi heldur barátta um fyrsta og annan bolta. Mér fannst við sætta okkur bara við aðstæður og sóknarmennirnir voru ekkert að pirra sig á vindinum og héldu bara áfram að berjast. Það er mikið jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik." Mikill stígandi hefur verið á liði Grindvíkinga síðan Ólafur tók við og ljóst er að þeir geta unnið hvaða lið sem er í þessari deild. „Þetta er einfaldlega eitthvað sem við ræddum bara, lögðum enga áherslu á fallbaráttuna þannig séð heldur bara að fókusa á okkur sjálfa. Erum að reyna að bæta okkar leik, bæta leikskipulag og leikskilning hjá liðinu og þá koma stigin. Ég held að öll liðin séu búin að átta sig á því að við getum unnið öll liðin í deildinni en ef við förum að slaka eitthvað á þá lendum við bara í því sem við lentum í, en jákvætt að við erum að fara í rétta átt og liðið er að bæta sig og það er bara gaman að vinna með þetta". Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Grindvíkingar mættu grimmir til leiks og börðust vel þegar þeir sóttu þrjú stig á Hásteinsvöllinn í Vestmannaeyjum í kvöld. „Við vorum undan vindi í fyrri hálfleik og ætluðum að ýta þeim til baka en meðan þeir pressa okkur svona hátt þá varð þetta mikið um langa bolta. Við fengum tvo til þrjá sénsa og nýttum einn af þeim." Grindvíkingarnir spiluðu svo á móti vindi í seinni hálfleik en voru gríðarlega sterkir varnarlega og gáfu engin færi á sér. „Mér fannst við gera þetta mjög vel í seinni hálfleik, við höldum þeim nánast alfarið frá markinu okkar og þeir fá varla færi. Við eigum líka ágæt færi, erum tæpir á að komast í gegn. Þannig er ég mjög ánægður með leikinn, við vissum að þetta yrði engin sambabolti í þessum vindi heldur barátta um fyrsta og annan bolta. Mér fannst við sætta okkur bara við aðstæður og sóknarmennirnir voru ekkert að pirra sig á vindinum og héldu bara áfram að berjast. Það er mikið jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik." Mikill stígandi hefur verið á liði Grindvíkinga síðan Ólafur tók við og ljóst er að þeir geta unnið hvaða lið sem er í þessari deild. „Þetta er einfaldlega eitthvað sem við ræddum bara, lögðum enga áherslu á fallbaráttuna þannig séð heldur bara að fókusa á okkur sjálfa. Erum að reyna að bæta okkar leik, bæta leikskipulag og leikskilning hjá liðinu og þá koma stigin. Ég held að öll liðin séu búin að átta sig á því að við getum unnið öll liðin í deildinni en ef við förum að slaka eitthvað á þá lendum við bara í því sem við lentum í, en jákvætt að við erum að fara í rétta átt og liðið er að bæta sig og það er bara gaman að vinna með þetta".
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira