Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Einblínum bara á okkur sjálfa

Valur Smári Heimisson í Vestmannaeyjum skrifar
Fréttablaðið/Valli
Grindvíkingar mættu grimmir til leiks og börðust vel þegar þeir sóttu þrjú stig á Hásteinsvöllinn í Vestmannaeyjum í kvöld.

„Við vorum undan vindi í fyrri hálfleik og ætluðum að ýta þeim til baka en meðan þeir pressa okkur svona hátt þá varð þetta mikið um langa bolta. Við fengum tvo til þrjá sénsa og nýttum einn af þeim."

Grindvíkingarnir spiluðu svo á móti vindi í seinni hálfleik en voru gríðarlega sterkir varnarlega og gáfu engin færi á sér.

„Mér fannst við gera þetta mjög vel í seinni hálfleik, við höldum þeim nánast alfarið frá markinu okkar og þeir fá varla færi. Við eigum líka ágæt færi, erum tæpir á að komast í gegn. Þannig er ég mjög ánægður með leikinn, við vissum að þetta yrði engin sambabolti í þessum vindi heldur barátta um fyrsta og annan bolta. Mér fannst við sætta okkur bara við aðstæður og sóknarmennirnir voru ekkert að pirra sig á vindinum og héldu bara áfram að berjast. Það er mikið jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik."

Mikill stígandi hefur verið á liði Grindvíkinga síðan Ólafur tók við og ljóst er að þeir geta unnið hvaða lið sem er í þessari deild.

„Þetta er einfaldlega eitthvað sem við ræddum bara, lögðum enga áherslu á fallbaráttuna þannig séð heldur bara að fókusa á okkur sjálfa. Erum að reyna að bæta okkar leik, bæta leikskipulag og leikskilning hjá liðinu og þá koma stigin. Ég held að öll liðin séu búin að átta sig á því að við getum unnið öll liðin í deildinni en ef við förum að slaka eitthvað á þá lendum við bara í því sem við lentum í, en jákvætt að við erum að fara í rétta átt og liðið er að bæta sig og það er bara gaman að vinna með þetta".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×