Íslenski boltinn

Frábær endurkoma FH gegn Fylki

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
FH vann góðan sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir kom FH sterkt til baka og vann 4-2.

Andrés Már Jóhannesson og Jóhann Þórhallsson komu Fylki í 0-2 en blaðamaðurinn Freyr Bjarnason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé.

Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með frábæru skoti eftir að hafa komið inn á sem varamaður og Atli Viðar Björnsson skoraði svo tvö góð mörk.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi í kvöld.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Fylkir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×