Innlent

Lottó: Tveir með allar tölur réttar

Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×