Fótbolti

Zlatan og Guardiola tala ekki saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Zlatan Ibrahimovic hefur viðurkennt að samband hans og þjálfara Barcelona, Pep Guardiola, sé í molum og þeir hafi ekki talað saman í sex mánuði.

Ibrahimovic er líklega á leiðinni frá Barcelona til AC Milan finni Milan nægan pening til þess að kaupa hann. Forsetar félaganna ræddu saman um kaupin í gær.

"Ég hef ekki talað við Guardiola í hálft ár. Ég veit ekki af hverju en það eru vandamál á milli okkar. Ég mun samt vera áfram hjá Barcelona nema eitthvað sérstakt gerist," sagði Zlatan.

"Ég get vel hugsað mér samt að fara til Milan og spila með leikmanni eins og Ronaldinho."

Guardiola sagði sjálfur á blaðamannafundi í gær að það væru engin vandamál á milli sín og Zlatan. Hann sagði samt fyrir bestu að sleppa því að ræða málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×