Íslenski boltinn

Sölvi: Hefði getað gert betur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Magnað mark Heiðars í kvöld.
Magnað mark Heiðars í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Sölvi Geir Ottesen bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins gegn Norðmönnum og var að vonum afar ósáttur með að hafa tapað eftir frábæran fyrri hálfleik.

„Ég er mjög ósáttur með að hafa tapað leiknum. Við spiluðum glimrandi vel í fyrri hálfleik en náðum ekki að halda sömu gæðum í seinni hálfleik."

Sölvi segir það mikinn heiður að spila með fyrirliðabandið. „Ég er mjög stoltur af þessum eins og allir í minni fjölskyldu. Ég finn ekki fyrir neinni aukapressu að vera með bandið á hendinni en því fylgir auðvitað meiri ábyrgð," segir Sölvi og viðurkennir fúslega að hann hefði átt að gera betur í seinna marki Noregs sem Mohammed Abdellaoue skoraði.

„Ég hefði getað gert betur en það var of langt á milli leikmanna. Það kemur fyrir að maður tapar návígum og því miður gerðist það í þessu tilfelli. Það kveikir vonandi í okkur að við þurfum að fá stig gegn Dönum," segir Sölvi en verður hann með fyrirliðabandið í næsta leik? „Já, ég býst við því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×